Um Frú Pálínu

Guðrún Pálína Haraldsdóttir hefur alla tíð verið skapandi, prjónað og saumað frá unga aldri. Íslenska ullin hefur alla tíð verið uppáhalds hráefni í sköpun hennar. Guðrún Pálína hefur sótt sér menntunar í gegnum tíðina á þessu sviði. Það var um 2010 sem Guðrún Pálína fór að merkja vörur sem hún hannaði og framleiddi undir merkið Frú Pálína.

Frú Pálína er hönnunar og handverks fyrirtæki sem hannar ullarvörur úr íslenskri ull. Íslenska ullin er spunnin og vélaprjónuð á Íslandi. Hver flík er síðan sniðin, saumuð og skreytt með þæfingu. Engar tvær flíkur eru eins þó að þær sé líkar, sem gerir vöru Frú Pálínu einstaka fyrir þig.